News

Annar leikur átta liða úrslita Evrópumótsins í fótbolta verður leikinn í dag. Þá mætir Svíþjóð ríkjandi Evrópumeisturum Englands. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður í beinni á RÚV.
Gasmengunin sem mældist í Njarðvík í morgun er með því mesta sem gerst hefur. Loftgæðasérfræðingur segir mikilvægt að fylgjast með loftgæðum og bregðast við mengun.
Eigandi pítsustaðarins Papa's Pizza í Grindavík furðar sig á ákvörðunum yfirvalda um lokanir í Grindavík og segir ákveðna ákvörðunarfælni ráða för.
Fjárlög Evrópusambandsins til fimm ára frá 2028 verða hátt í 2000 milljarðar evra, samkvæmt tillögu sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram í dag. Upphæðin samsvarar 1,26 prósentum af þjóðarframleiðslu ...
The City of Reykjavík has launched a campaign against giant hogweed, aiming to eliminate the plant from the urban area. The plant’s sap can cause severe skin burns or even impair vision if it comes ...
Bandaríkjaforseti segist ekki skilja áhuga fólks á máli kaupsýslumannsins og kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna ætti þó að birta þær upplýsingar um málið sem hún ...
Á annan tug hafa verið handteknir í óeirðum á Suður-Spáni undanfarna daga. Ofbeldi þriggja ungra manna á eldri borgara hefur hrundið af stað öldu útlendingaandúðar í landinu.
Miklar tilfæringar voru á Seyðisfirði þegar yfir hundrað ára gömlu húsi var lyft af grunni sínum. Í húsinu eru elstu búðarinnréttingar landsins. Starfsemi gæti jafnvel hafist þar næsta sumar.
Íslendingur sem býr í Kyiv segir loftárásir Rússa stundum endast í hálfan sólarhring. Í síðustu viku lenti dróni 200 metra frá heimili hans. Vopnasendingar Bandaríkjamanna veita honum von um ...
Landsnet hefur lagt fram beiðni um skipun raflínunefndar um Holtavörðuheiðarlínu 1 í þriðja sinn. Fyrirtækið segir slíka nefnd muni tryggja málshraða í leyfisveitingu og koma í veg fyrir tafir.
Ástralska ríkið er ekki skaðabótaskylt gagnvart frumbyggjum á eyjum Torres-sunds. Eyjaskeggjar eru miður sín yfir niðurstöðunni. Dómari áfrýjunardómstóls hafði samúð með þeim.
Tólf létust í loftárás Ísraelshers á flóttamannabúðir í austanverðu Líbanon í dag. Ísraelsher gerði einnig loftárás á Sýrland og tugir hafa látist í árásum á Gazaborg.